︎

Aldinmaukið hefur klárast. 
Hræðileg barnasaga




Fjórir táningar og hundur fara saman í útilegu. Dularfull mál svífa yfir vötnum, draugalestir, njósnarar og grunsamlega ríkir bændur. Sagan er kunnugleg — en táningar eru ekki lengur eins og þeir voru eða voru ef til vill aðeins í bókum.

Gríma Kamban er enginn nýgræðingur í skáldskap en kemur nú í fyrsta sinn fram undir því heiti. Hún sækist hvorki eftir heiðri né frægð og trúir á dauða höfundarins sem nauðsynlega forsendu fyrir fæðingu lesandans. Sérgrein Grímu er paródían og Aldinmaukið hefur klárast er verk af því tagi, eins konar uppgjör við æsku Grímu sjálfrar og bókmenntir hennar.

  • Titill Aldinmaukið hefur klárast. Hræðileg barnasaga
    Höfundur Gríma Kamban
    Tungumál Íslenska
    Kápuhönnun Unnar Örn Auðarson
    Útgáfuár 2019
    Staður Reykjavík
    ISBN: 978-9935-9165-1-8
    Bls.fjöldi 87







2021 — Reykjavik, Iceland. Velunnarar — Háskóli Íslands & Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO