Caminos Stígar
Caminos (Stígar) er tvímála útgáfa (íslenska og spænska) á ljóðabókinni Stígar (2001) eftir Guðberg Bergsson. Sköpunarverk Guðbergs spannar óravítt svið skáldskapar, þýðinga, fagurfræði, gagnrýni, listfræði og pistla. Hann er einn helsti módernisti íslenskra frásagnarbókmennta og jafnframt einn helsti arftaki Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar í íslenskum nútímabókmenntum. Skáldverk Guðbergs hafa verið þýdd á mörg tungumál. Hann er einnig mikilsvirtur þýðandi spænskra, portúgalskra og rómansk-amerískra bókmennta og með þýðingum sínum hefur hann auðgað íslenska menningu með tímalausum verkum eins og Don Kíkóta eftir Cervantes og Plateró og ég eftir Juan Ramon Jimenez. Guðbergur hefur hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994, Nordiska Pris sænsku akademíunnar árið 2004 og Orden de Isabel la Católica árið 2007. Árið 2013 sæmdi Deild Mála- og menningar við Háskóla Íslands Guðberg heiðursdoktorsnafnbót fyrir ævistarf hans sem rithöfundar og þýðanda og fyrir framlag hans til íslenskra bókmennta og menningarlífs.
Þýðandinn Rafael García Pérez er doktor í textafræði frá háskólanum í Salamanca og í málfræði frá háskólanum Paris 13. Áður en hann hlaut fastráðningu sem kennari við Carlos III háskólann í Madríd, kenndi hann við Háskóla Íslands og háskólana Paris 13 og Paris 7. Í heimi málvísinda hefur hann sérstakan áhuga á norrænum tungumálum og bjó á Íslandi um skeið. Hann hefur kennt íslensku við Carlos III háskólann í Madríd, gefið út fræðigreinar um nútímaíslensku og skrifað fyrstu íslensku málfræðibókina sem er sérstaklega ætluð spænskumælandi einstaklingum (Gramática del islandés contemporáneo, 2013). Rafael hefur einnig unnið að kynningu á norrænni menningu á Spáni, þökk sé þýðingum hans á íslenskum bókmenntum. Hann hefur þýtt bæði íslenskrar fornbókmenntir og nútímabókmenntir, meðal annars Völuspá. (Völuspá. La profecía de la vidente, Miraguano, 2014), Laxdælasögu (Saga del Valle de los Salmones, Miraguano, 2016), ljóðabókina Svartur hestur í myrkrinu eftir Nínu Björk Árnadóttur (Caballo negro en la oscuridad, Torremozas, 2018), og ljóðabókina Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju (Cascos sangrientos Torremozas, 2020).
English
Caminos (Stígar) is a bilingual edition (Icelandic and Spanish) of the poetry book Stígar (2001) by Guðbergur Bergsson. With the novel Tómas Jónsson metsölubók (Tómas Jónsson, Bestseller), Guðbergur secured his place as one of the chief modernists in Icelandic literature and, simultaneously, as one of the leading inheritors of the modern Icelandic literature of Halldór Laxness (1902–1998), Þórbergur Þórðarson (1888–1974) and Gunnar Gunnarsson (1889–1975). Guðbergur’s works have been widely translated. He is also a much respected translator of Spanish, Portuguese, and Latin American literature. With his translations he has enriched Icelandic culture with timeless classics like Cervantes’ Don Quixote and Juan Ramon Jimenez’s Platero and I. Guðbergur has received numerous awards and recognitions, including the Swedish Academy Nordic Prize in 2004, the Orden de Isabel la Católica in 2007 and the Spanish Royal Cross (Orden del Mérito Civil) in 2010. In 2013, Guðbergur was awarded an honorary doctoral degree at the Univeristy of Iceland’s Faculty of Languages and Culture.
Rafael García Pérez holds a doctoral degree in semiotics from the University of Salamanca and in philology from the University Paris 13. Prior to his tenure at the Carlos III University in Madrid, he taught at the University of Iceland and the UniversitiesParis 13 and Paris 7. Nordic languages are of special interest to Rafael, including Icelandic, and he lived for a while in Iceland. He has taught Icelandic at the Carlos III University in Madrid, puplished scholarly articles on modern Icelandic and written the first Icelandic grammar book that is designed for Spanish speaking individuals. Rafael has also introduced Nordic culture in Spain through his translations of both medieval and modern Icelandic literature. Among his translations are Völuspá. (Völuspá. La profecía de la vidente, Miraguano, 2014), Laxdælasaga (Saga del Valle de los Salmones, Miraguano, 2016), Svartur hestur í myrkrinu by Nínu Björk Árnadóttur (Caballo negro en la oscuridad, Torremozas, 2018), and Blóðhófnir by Gerður Kristný (Cascos sangrientosTorremozas, 2020).
Titill Title: Caminos (Stígar)
Höfundur Author: Guðbergur Bergsson
Þýðandi Translator: Rafael García Pérez
Inngangur Introduction: Rafael García Pérez
Ritstjórar Editors: Birna Bjarnadóttir og Rafael García Pérez
Kápa Cover design: Helgi Melsted
Útgáfuár Year of publication: 2021
Staður Place: Reykjavík
ISBN 978-9935-9165-4-9
Bls Pages: 87