︎

Two Lands, One Poet
Tvímála útgáfa (íslenska og enska) á ljóðasafni eftir Stephan G. Stephansson (1853‒1927), eitt af lykilskáldum íslensk-kanadískra bókmennta. Stephan G. fæddist og ólst upp í Skagafirði. Hann sigldi með foreldrum sínum vestur um haf árið 1873, nam land í Wisconsin og Dakota og festi síðan rætur í Markerville, Alberta, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni til dauðadags. Þar helgaði Stephan G. sig bústörfum og skáldskap og kenndi jafnframt sjálfum sér að rata í hugmyndaheimi nútímans. Ef marka má Halldór Laxness, var Stephan G. Stephansson einn efldasti andi síns tíma.

Enski hluti bókarinnar geymir sögulegt yfirlit yfir glímu þýðenda beggja vegna hafs við ljóð Klettaskáldsins, meðal annars þeirra Bernards Scudders (1954‒2007), Viðars Hreinssonar, Kristjönu Gunnars, Finnboga Guðmundssonar (1924‒2011) og Jakobínu Johnson (1883‒1977). Formála skrifar Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og ritstjórar bókarinnar eru Birna Bjarnadóttir, Stephans G. Stephanssonar rannsóknarlektor við Háskóla Íslands og kanadíski rithöfundurinn Mooréa Gray. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur í styrktarsjóð í nafni Stephans G. Stephanssonar sem er í vörslu Háskóla Íslands. • English


Stephan G. Stephansson (1853‒1927) was an Icelandic-Canadian poet, farmer, essayist, pacifist and social prophet. Born in Skagafjörður, a fjord in the northern part of Iceland, Stephan G. immigrated with his parents to North America in 1873. He was a pioneer in Wisconsin and Dakota Territories until 1889 when he homesteaded in Alberta. He wrote his poetry only in Icelandic. According to Halldór Laxness, Stephan G. Stephansson was one of the post powerful spirits of modernity.  

This bilingual edition of a selection of poems by Stephan G. Stephansson features the original poems in Icelandic and existing English translations by several translators, including Bernard Scudder (1954‒2007), Viðars Hreinsson, Kristjana Gunnars, Finnbogi Guðmundsson (1924‒2011) and Jakobína Johnson (1883‒1977). Jón Atli Benediktsson, President and Rector of the University of Iceland, writes the foreword, and the introduction is by the Canadian author Mooréa Gray. The book is edited by Birna Bjarnadóttir, Stephan G. Stephansson Chair at the University of Iceland, and Mooréa Gray. All profits from the sale of the book go to The Stephan G. Stephansson Endowment Fund at the University of Iceland.

 • Titill Title: Two Lands, One Poet.
  The Reflections of Stephan G. Stephansson Through Poetry

  Höfundur Author: Stephan G. Stephansson
  Þýðendur Translators: David Gislason, Finnbogi Guðmundsson,
  Helgi Hornford Sr., Jakobina Johnson, Kristjana Gunnars,
  Paul Bjarnason, Paul Sigurdson, Sigurdur Wopnford,
  Thorvaldur Johnson, Viðar Hreinsson, Watson Kirkconnell

  Formáli Foreword: Jón Atli Benediktsson
  Inngangur Introduction: Mooréa Gray
  Ritstjórar Editors: Birna Bjarnadóttir & Mooréa Gray
  Kápuhönnun Cover design: Becky Forsythe & Helgi Páll Melsteð
  Útgáfuár Year of publication: 2019
  Staður Place: Reykjavík
  ISBN 978-9935-9165-2-5
  BLS
  Pages: 2962021 — Reykjavik, Iceland. Velunnarar — Háskóli Íslands & Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO