︎
 

Rigmarole and Flies






Rigmarole and Flies er fyrsta enska þýðingin á Þulum Theodóru Thoroddsen og Flugum Jóns Thoroddsen. Þulur (1916) Theodóru Thoroddsen hafa fyrir löngu fest sig í sessi í íslenskum bókmenntum og menningu. Hinn enskumælandi heimur fær nú loks tækifæri til að kynna sér fegurð þeirra og hvernig þær sameina hefðbundna þræði og nýrómantík í íslenskri ljóðagerð. Tjáning Theodóru á einstaklingsbundnum slagkrafti innra lífsins mun jafnframt vekja athygli lesenda, en öðrum þræði má lesa bókina Þulur sem byltingarkennda ljóðagerð. Flugur Jóns komu út árið 1922, ekki löngu fyrir ótímabært andlát hans í Kaupmannahöfn. Hér er á ferð fyrsta ljóðabókin á íslensku í óbundnu máli og sem slík markar hún þáttaskil í sögu íslenskrar ljóðagerðar. Hún gefur jafnframt fyrirheit um landnám módernisma í íslenskum bókmenntum, þökk sé efninu sem vekur í senn tilfinningu fyrir hálum stígum tungumáls og tilvistar. Í sameiningu gefa Þulur og Flugur lesendum sínum tækifæri til að skynja einstakt framlag beggja höfunda til íslenskra bókmennta og ríkulegrar sögu þeirra.


Þýðandinn Christopher Crocker er kanadískur fræðimaður. Hann lauk doktorsprófi í íslenskum miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands árið 2016, hefur kennt við bæði University of Manitoba og University of Winnipeg og er nýdoktor við Háskóla Íslands. Hann hefur þegar áunnið sér nafn sem afburðaþýðandi, en í félagi við Elinu Thordarson er hann höfundur fyrstu ensku þýðingarinnar á Tíu leikritum Guttorms J. Guttormssonar (Ten Plays‒Tíu leikrit, 2015). 



  • English

 
Rigmarole and Flies is the first English translation of Þulur (1916) by Theodóra Thoroddsen and Flugur (1922) by Jón Thoroddsen. In her RigmaroleTheodóra Thoroddsen rejuvenated an important traditional Icelandic verse form. Bearing qualities similar to those often associated with nursery rhymes, her poems blend folk stories and pastoral imagery using economic yet unruly and fresh metrical forms. They are, however, also essentially rebellious, focusing on unfulfilled desires and longings that achieve release in fantasy. Her son Jón Thoroddsen’s Flies, published a few years before his untimely death, has been considered the first collection of prose poems published in Icelandic. Seen as a profound departure from Icelandic poetic traditions, his poems can be regarded as a precursor to Icelandic modernism, addressing the ambiguities inherent in language and life itself. Together they offer an opportunity to appreciate more fully each poet’s unique contribution to the vast and varied history of Icelandic literature.

Ármann Jakobsson, writer and professor at the University of Iceland, writes the foreword, and Christopher Crocker, the translator, the introduction. Christopher completed a PhD in medieval Icelandic literature at the University of Iceland in 2016. He has since worked as an instructor at both the University of Manitoba and the University of Winnipeg and as a postdoctoral researcher at the University of Iceland. His research on medieval Icelandic culture and literature has appeared in a variety of academic journals and edited collections, and with Elin Thordarason, he translated Ten Plays – Tíu leikrit (2015) by the Icelandic-Canadian poet and playwright Guttormur J. Guttormsson.



  • Titill Title: Rigmarole & Flies
    Höfundar Authors: Theodóra Thoroddsen og Jón Thoroddsen
    Þýðandi Translator: Cristopher W. E. Crocker.
    Formáli Foreword: Ármann Jakobsson
    Inngangur Introduction:  Cristopher W. E. Crocker.
    Kápuhönnun Cover design: Helgi Melsted
    Útgáfuár Year of publication: 2020
    ISBN 978-9935-9165-1-8
    Bls Pages: 59








2021 — Reykjavik, Iceland. Velunnarar — Háskóli Íslands & Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO